Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:00 Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun