Hvenær, af hverjum og á hvaða verði Kári Stefánsson skrifar 17. október 2017 07:00 Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina. Þess utan bjóstu að innherjaupplýsingum þegar kom að ákvörðunum um að halda kröfunum eða selja þær af því að þú fórst fyrir hópi sem ákvað að endingu hversu verðmætar þær yrðu. Það eru engar deilur um staðreyndir þessa máls. Þú hefur aldrei mótmælt þeim, einungis gefið í skyn að þessar staðreyndir skipti ekki máli af því að þú sért svo göfugur í allan hátt. Síðan er það spurningin um það hvenær og hvernig þú komst yfir kröfurnar og á hvaða verði. Í Kastljósi þann 28. september svaraðirðu henni með eftirfarandi setningu: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Og síðan í þættinum Í bítið á Bylgjunni þann 13. október þegar spurt var hvernig Wintris hefði eignast kröfu í Kaupþingi: „Þetta hefur lengi legið fyrir að félagið eða þessi reikningur sem heitir þessu nafni átti inneignir í íslensku bönkunum og við fall þeirra eignaðist kröfu eins og allir þeir sem áttu peninga inn í bönkunum með einhverjum hætti þegar þeir féllu.“ Þetta eru ósannindi, Sigmundur Davíð, sem þú endurtekur með tveggja vikna millibili. Þeir sem áttu fé í bönkunum eignuðust ekki kröfu í bankana við fall þeirra og þetta vitum við öll sem áttum fé í þeim. Það leikur lítill vafi á því að þessar kröfur féllu ekki í fang þitt af himnum ofan og þú keyptir þær og lang líklegast að þú hafir gert það eftir að bankarnir féllu og í þeim tilgangi að hagnast á þeim. Nú reikna ég með því að þú mótmælir þessu öllu sem staðleysu og þegar þú gerir það vona ég svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér. Í þessu máli væri gott fyrir mig og þjóðina alla að ég sé að fara með fleipur. Það væri mjög einfalt mál fyrir þig að sanna það vegna þess að vegur krafna í bönkum er vendilega skráður, hvenær þær verða til eða eru keyptar, af hverjum þær eru keyptar og á hvaða verði. Þú skuldar þjóðinni almennt að veita henni aðgang að þeim skjölum sem skrá þetta og heimild til þess að sannreyna þau og þú skuldar þetta sérstaklega þeim sem einhverra hluta vegna hafa fyrirgefið þér fyrir að þegja yfir eignarhaldinu en vilja samt ekki kjósa mann sem segir þjóðinni ósatt. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina. Þess utan bjóstu að innherjaupplýsingum þegar kom að ákvörðunum um að halda kröfunum eða selja þær af því að þú fórst fyrir hópi sem ákvað að endingu hversu verðmætar þær yrðu. Það eru engar deilur um staðreyndir þessa máls. Þú hefur aldrei mótmælt þeim, einungis gefið í skyn að þessar staðreyndir skipti ekki máli af því að þú sért svo göfugur í allan hátt. Síðan er það spurningin um það hvenær og hvernig þú komst yfir kröfurnar og á hvaða verði. Í Kastljósi þann 28. september svaraðirðu henni með eftirfarandi setningu: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Og síðan í þættinum Í bítið á Bylgjunni þann 13. október þegar spurt var hvernig Wintris hefði eignast kröfu í Kaupþingi: „Þetta hefur lengi legið fyrir að félagið eða þessi reikningur sem heitir þessu nafni átti inneignir í íslensku bönkunum og við fall þeirra eignaðist kröfu eins og allir þeir sem áttu peninga inn í bönkunum með einhverjum hætti þegar þeir féllu.“ Þetta eru ósannindi, Sigmundur Davíð, sem þú endurtekur með tveggja vikna millibili. Þeir sem áttu fé í bönkunum eignuðust ekki kröfu í bankana við fall þeirra og þetta vitum við öll sem áttum fé í þeim. Það leikur lítill vafi á því að þessar kröfur féllu ekki í fang þitt af himnum ofan og þú keyptir þær og lang líklegast að þú hafir gert það eftir að bankarnir féllu og í þeim tilgangi að hagnast á þeim. Nú reikna ég með því að þú mótmælir þessu öllu sem staðleysu og þegar þú gerir það vona ég svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér. Í þessu máli væri gott fyrir mig og þjóðina alla að ég sé að fara með fleipur. Það væri mjög einfalt mál fyrir þig að sanna það vegna þess að vegur krafna í bönkum er vendilega skráður, hvenær þær verða til eða eru keyptar, af hverjum þær eru keyptar og á hvaða verði. Þú skuldar þjóðinni almennt að veita henni aðgang að þeim skjölum sem skrá þetta og heimild til þess að sannreyna þau og þú skuldar þetta sérstaklega þeim sem einhverra hluta vegna hafa fyrirgefið þér fyrir að þegja yfir eignarhaldinu en vilja samt ekki kjósa mann sem segir þjóðinni ósatt. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar