Handbolti

Rúnar staðfesti brottför frá Hannover

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar á síðasta HM.
Rúnar á síðasta HM. vísir/getty
Rúnar Kárason staðfesti það á Twitter að hann er á leið frá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf.

Vísir greindi frá því í síðustu viku að Rúnar væri á leið til Danmerkur, og væri búinn að komast að samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg.

Rúnar sagði í Twitter færslu sinni að það kæmi í ljós annað kvöld hver næsti áfangastaður hans yrði.

Rúnar hefur spilað fyrir Hannover-Burgdorf síðan árið 2013 en lítið fengið að spila það sem af er tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.



 


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Rúnars

Topplið Hannover-Burgdorf tapaði sínum fyrstu stigum þegar það sótti SC Leipzig heim í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag.

Rúnar vann Bjarka Má

Rúnar Kárason hafði betur gegn Bjarka Má Elíssyni þegar lið þeirra mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×