Eldra fólk í forgang Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 16. október 2017 11:24 Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruðir eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma býður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 2-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri-græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki.Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruðir eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma býður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 2-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri-græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki.Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun