Þjóð veit þá þrír vita Telma Tómasson skrifar 16. október 2017 06:00 Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Telma Tómasson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun