Í alvöru? Ólafur Stephensen skrifar 13. október 2017 13:30 Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Tengdar fréttir Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00 Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30 Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00
Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun