Eitrað fyrir lýðræðinu á samfélagsmiðlum Andri Þór Sturluson og Halldór Auðar Svansson og Hákon Helgi Leifsson skrifa 11. október 2017 13:16 Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun