Skattagrýla gamla á stjái Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. október 2017 07:00 Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings og 338 milljarða heildartekjur til handa ríflega 20.000 manns. Fleira kemur þarna fram sem er í raun fjarri stefnumörkun flokka; þar á meðal VG. Hverjir tafsa sífellt um skattaálögur á alla gjaldendur, jafnt launamenn sem aðra, og lítt burðug fyrirtæki sem stór og hagnaðarsæl? Það gerir einn flokkur í ákveðnum tilgangi. Sjálfstæðismenn vekja upp gömlu Skattagrýlu til þess að hræða fólk frá að kjósa félagshyggjuflokka, einkum VG. Bent skal á að þeir hafa t.d. sjálfir hækkað matarskatt, hugðust hækka virðisaukaskatt í ferðaþjónustu og setja á vegtolla. Og af hverju? Af því að allir vita að slíkar tekjur eru nýttar í eitthvað jákvætt í augum skattheimtumannsins. Til að mynda vilja sjálfstæðismenn vegtolla til að flýta framkvæmdum í samvinnu ríkis og einkaaðila. Benda má á að gjald- og skattahækkanir frá 2013 og áfram lentu aðallega á 90% gjaldenda en hlífðu efnuðustu 10% þeirra. VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lágmarksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skattaálögum. Við skulum íhuga hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópurinn í 10. tekjuflokki og 1-2% fjármagnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað. Skattagrýla greyið er úrelt en þó reynt að telja fólki trú um að hún búi í samneyslunni. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings og 338 milljarða heildartekjur til handa ríflega 20.000 manns. Fleira kemur þarna fram sem er í raun fjarri stefnumörkun flokka; þar á meðal VG. Hverjir tafsa sífellt um skattaálögur á alla gjaldendur, jafnt launamenn sem aðra, og lítt burðug fyrirtæki sem stór og hagnaðarsæl? Það gerir einn flokkur í ákveðnum tilgangi. Sjálfstæðismenn vekja upp gömlu Skattagrýlu til þess að hræða fólk frá að kjósa félagshyggjuflokka, einkum VG. Bent skal á að þeir hafa t.d. sjálfir hækkað matarskatt, hugðust hækka virðisaukaskatt í ferðaþjónustu og setja á vegtolla. Og af hverju? Af því að allir vita að slíkar tekjur eru nýttar í eitthvað jákvætt í augum skattheimtumannsins. Til að mynda vilja sjálfstæðismenn vegtolla til að flýta framkvæmdum í samvinnu ríkis og einkaaðila. Benda má á að gjald- og skattahækkanir frá 2013 og áfram lentu aðallega á 90% gjaldenda en hlífðu efnuðustu 10% þeirra. VG leggur áherslu á að leita margra leiða til að afla lágmarksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skattaálögum. Við skulum íhuga hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópurinn í 10. tekjuflokki og 1-2% fjármagnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað. Skattagrýla greyið er úrelt en þó reynt að telja fólki trú um að hún búi í samneyslunni. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar