Umhverfisvæn opinber innkaup Svavar Halldórsson skrifar 24. október 2017 07:00 Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Velgengni Íslands á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur er tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þær eru frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtahvetjandi lyf, áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir almennt með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.Hrein náttúra skilar tekjum Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera líka að sýna fordæmi.Fordæmi hins opinbera Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfðabreytts fóðurs og - matvæla, sýklalyfjanotkunar, eiturefna- og hormónanotkunar og kolefnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Eða í versta falli að það skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Það myndi þýða að ríkið, sveitarfélögin og allar stofnarnir sem undir þau heyra taki þátt í því með bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og þau verðmæti sem í henni felast.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun