Gráu svæðin í velferðarþjónustu – heimahjúkrun Guðjón Bragason skrifar 23. október 2017 07:00 Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun