Nýja stjórnarskráin vísar sérhagsmunum á dyr Þórdís Björk Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2017 16:55 Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun