Konur, karlar og lífeyrissjóðir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun