Konur, karlar og lífeyrissjóðir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun