Körfubolti

Hörður Axel vann í framlengdum leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Axel í landsleik með Íslandi í haust
Hörður Axel í landsleik með Íslandi í haust vísir/ernir
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig fyrir Astana er liðið bar sigurorð af Parma í VTB deildinni í körfubolta.

Astana leiddi bróðurpart leiksins, en staðan var 32-44 í hálfleik. Heimamenn náðu hins vegar að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn á lokamínútunni, svo grípa þurfti til framlengingar.

Parma byrjaði framlenginguna betur, og komst í 84-81. Það var svo okkar maður Hörður Axel sem jafnaði leikinn og kom Astana yfir í 85-84 af vítalínunni. Eftir það lét Astana forystuna ekki eftir og sigraði að lokum 84-90.

Hörður spilaði 23 mínútur í leiknum, var með 33 prósenta skotnýtingu, tók eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×