Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila