
Pólitík stjórnsýslunar
Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.
Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.
Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá.
Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós?
Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni.
Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!
Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt.
Skoðun

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar