Pólitík stjórnsýslunar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 17:17 Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa. Hagstofan og fræðasamfélagið hafði fram til þess tíma aldrei rannsakað hagi umgengnisforeldra, þótt að ítarlegar rannsóknir lægju fyrir um aðra þjóðfélagshópa, eins og einstæða lögheimilisforeldra. Þær rannsóknir hafa eðlilega verið lagðar til grundvallar pólitískri stefnumótun í velferðarmálum, og því ekki skrýtið að í dag séu réttindi umgengnisforeldra bágborin og í engu samræmi við réttindi annarra hópa í sambærilegri stöðu. Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað umgengnisforeldrar eru margir! Þeir vita hins vegar upp á hár hve einstæðir lögheimilisforeldrar eru margir. Þrátt fyrir að engar haldbærar upplýsingar hafi verið til um félagslega hagi umgengnisforeldra, hefur löggjafinn séð sér fært að semja og samþykkja verulega íþyngjandi lög á Alþingi er varða hagsmuni og réttindi umgengnisforeldra og fjölskyldna þeirra. Nægir þar að nefna lög er varða meðlagsskyldu, innheimtu meðlaga, aukin meðlög, aðkomu að bóta- og velferðarkerfinu og umgengni. Þótt það heyri til vandaðra löggjafarhátta að samþykkja ekki lög nema á grundvelli greinargóðra upplýsinga um þá sem lögin beinast að, hefur það aldrei vafist fyrir löggjafanum að samþykkja lög í fullkominni blindni ef þau skerða réttindi og hagsmuni umgengnisforeldra og fjölskyldur þeirra.Í kjölfar umræðu um skráningarvandann lagði Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður, fram þingsályktunartillögu um skráningu umgengnisforeldra. Var tillagan samþykkt en nú fjórum árum síðar er verið að leggja lokahönd á bætta almannaskráningu hjá Þjóðskrá.Samtökin sendu nýverið beiðni til Þjóðskrár Íslands um að fá afhentar kennitölur umgengnisforeldra til að hrinda af stað tölfræðirannsóknum á þjóðfélagshópnum. Ætluðu samtökin að láta kanna fjölda umgengnisforeldra á vanskilaskrá, fjölda í eigin húsnæði, fjölda í háskólanámi og fjölda umgengnisforeldra sem sætt hafa umgengnistálmunum til lengri eða skemmri tíma. Það kom samtökunum verulega á óvart að fá synjun Þjóðskrár við beiðni okkar, og þykja samtökunum röksemdir Þjóðskrár í meira lagi vafasamar og ómálefnalegar. Í erindi Þjóðskrár til samtakanna beita þau fyrir sér tilgreiningarreglu upplýsingaréttar almennings og segjast ekki skilja hugtakið “umgengnisforeldrar” og benda á að það hafi ekki verið skilgreint í nefndri þingsályktunartillögu. Þær röksemdir halda ekki vatni þar sem hugtakið er lagalegt og greinilega skilgreint í barnarétti. Þá byggir þjóðskrá á öðru undanþáguákvæði upplýsingalaga, þegar þau fullyrða að þeim sé ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar þar sem upplýsingarnar liggi ekki fyrir. Gengur sú fullyrðing gegn fyrri tilsvörum, þar sem fulltrúar þjóðskrár hafa sagt að upplýsingarnar liggi fyrir. Samtökin höfðu að auki óskað eftir þjónustu Gallup til að ráðast í könnun á meðal umgengnisforeldra, og fengu starfsmenn Gallup sömu upplýsingar. Upplýsingarnar eru því ýmist til reiðu eða ekki, eftir því hver talar við Þjóðskrá. Allt viðmót stjórnsýslunnar bendir til þess að stjórnsýslan vill ekki að kennitölur umgengnisforeldra verði aðgengilegar til tölfræðirannsókna. Gefur auga leið að slík viðhorf kynda undir grun umgengnisforeldra að stjórnsýslan og eftir atvikum Alþingi, vilja ekki að ráðist verði í rannsóknir á þjóðfélagshópnum. Af hverju skyldu stjórnvöld óttast hlutlægar og tölfræðilegar upplýsingar um þjóðfélagshópinn? Hefur stjórnsýslan eitthvað að fela í þeim efnum? Á stjórnsýslan von á að þar komi fram upplýsingar sem ekki þola dagsins ljós? Frá því að samtökin voru stofnuð árið 2012 hefur mikið verið rætt um hagi umgengnisforeldra, bæði hvað varðar lífskjör og réttindi, en ekki síst umgengnistálmanir og getuleysi stjórnvalda til að verja lögvarin rétt feðra og barna til umgengni. Hins vegar hefur nánast ekkert breyst. Gott sem engar breytingar hafa verið gerðar til að bæta kjör umgengnisforeldra, stöðu gagnvart velferðarkerfi eða til að tryggja lögvarin réttindi til umgengni. Að framansögðu verður ekki hjá því komist að leiða hugann að því hvort stjórnsýslan sé orðin svo pólitísk í eðli sínu að hún sé almennt á móti réttarbótum til handa umgengnisforeldrum og börnum þeirra. Framganga stjórnsýslunnar gagnvart umgengnisforeldrum verður ekki eingöngu útskýrð með lagalegum hömlum eða fjárskorti. Eitthvað annað, meira og verra liggur að baki!Höfundur er formaður Samtaka umgengnisforeldra, B.A. í guðfræði og með MPA með áherslu á stjórnsýslurétt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun