Apple flýtir sér að lagfæra vandræðalegan öryggisgalla Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:39 Gallinn leynist í nýjustu útgáfu MacOs High Sierra-stýrikerfis Apple. Vísir/AFP Meiriháttar öryggisgalli hefur fundist í nýjustu útgáfu stýrikerfis Apple fyrir Mac-tölvur. Gallinn gerir hverjum sem er kleift að fá rótaraðgang að tölvu án þess að vita lykilorðið. Apple segist vinna að uppfærslu til að greiða úr gallanum. Tyrkneskur tölvunarfræðingur greindi frá gallanum í MacOs High Sierra-stýrikerfinu. Með því að skrifa notendanafnið „root“, skilja eftir lykilorðsreitinn auðan og ýta nokkrum sinnum á vendihnappinn var hægt að fá óheftan aðgang að tölvunni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuöryggissérfræðingar lýsa gallanum sem „glappaskoti“ og „vandræðalegum“. Þeir sem hafa rótaraðgang geta til að mynda breytt gögnum á svæði annarra notenda á tölvunni og jafnvel eytt kerfislega mikilvægum skrám þannig að tölvan verði óvirk. Almennt séð hefur gallinn aðeins áhrif ef einhver kemst beint í tölvuna. Til að forðast möguleikann á að einhver nýti sér gallann hvetur Apple viðskiptavini sína til að búa til lykilorð fyrir rótaraðgang fyrir tölvur sínar á meðan unnið er að lausn. Tækni Tengdar fréttir Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47 Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Meiriháttar öryggisgalli hefur fundist í nýjustu útgáfu stýrikerfis Apple fyrir Mac-tölvur. Gallinn gerir hverjum sem er kleift að fá rótaraðgang að tölvu án þess að vita lykilorðið. Apple segist vinna að uppfærslu til að greiða úr gallanum. Tyrkneskur tölvunarfræðingur greindi frá gallanum í MacOs High Sierra-stýrikerfinu. Með því að skrifa notendanafnið „root“, skilja eftir lykilorðsreitinn auðan og ýta nokkrum sinnum á vendihnappinn var hægt að fá óheftan aðgang að tölvunni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuöryggissérfræðingar lýsa gallanum sem „glappaskoti“ og „vandræðalegum“. Þeir sem hafa rótaraðgang geta til að mynda breytt gögnum á svæði annarra notenda á tölvunni og jafnvel eytt kerfislega mikilvægum skrám þannig að tölvan verði óvirk. Almennt séð hefur gallinn aðeins áhrif ef einhver kemst beint í tölvuna. Til að forðast möguleikann á að einhver nýti sér gallann hvetur Apple viðskiptavini sína til að búa til lykilorð fyrir rótaraðgang fyrir tölvur sínar á meðan unnið er að lausn.
Tækni Tengdar fréttir Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47 Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47
Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00