Menntun fyrir alla á Íslandi Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Eitt það mikilvægasta sem hvert samfélag getur boðið börnum og ungmennum er tækifæri til að afla sér vandaðrar menntunar sem setur jafnræði, vandvirkni og framfarir ofar öllu. Allt frá árinu 2008 hefur menntalöggjöf á Íslandi og aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2011 kveðið á um að stuðla beri að þroska og framförum allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum og einum nám við hæfi. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Í skóla án aðgreiningar er gengið út frá því að allir fái jöfn eða jafngild tækifæri til náms og að námið sé á forsendum hvers einstaklings. Borin er virðing fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum nemenda og lögð er áhersla á að sneiða hjá allri mismunun og aðgreiningu í skólum. Í þeirri viðleitni mennta- og menningarmálaráðuneytisins að styrkja skólastarf á grundvelli okkar heildstæðu menntastefnu um skóla án aðgreiningar og efla gæðastarf á öllum skólastigum var árið 2015 leitað til Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir með það í huga að gera úttekt á framkvæmd stefnunnar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Samstarfsaðilar ráðuneytisins í þessari vegferð voru velferðarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Heimili og skóli og Skólameistarafélag Íslands. Fagna ber sérstaklega þeirri breiðu samstöðu sem myndaðist um þetta mál og skuldbindingu allra aðila til að nýta niðurstöðurnar skólastarfi til framdráttar. Evrópumiðstöðin vann að úttektinni árið 2016 í samstarfi við alla þá aðila sem hlut eiga að máli. Úttektarhópurinn var skipaður starfsmönnum miðstöðvarinnar sem höfðu sér til aðstoðar ráðgjafa með sérþekkingu á þessum sviðum. Í mars á þessu ári skilaði Evrópumiðstöðin lokaskýrslu þar sem niðurstöður úttektarinnar voru kynntar og jafnframt var gerð grein fyrir tillögum sem byggðar eru á þeim. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú látið þýða lokaskýrsluna á íslensku og er hana að finna á vefsíðu ráðuneytisins. Niðurstöður úttektarinnar eru teknar saman í sjö meginköflum og er í hverjum þeirra fjallað um eitt þeirra áherslusviða sem voru til skoðunar. Gleðilegt er að lesa í skýrslunni að flestir sem sinna menntamálum hér á landi deila þeirri skoðun að mikilvægt sé að vinna að menntun án aðgreiningar til að auka efnahagslega og félagslega velferð í landinu. Að stefna beri að því að koma til móts við þarfir allra barna og sjá til þess að þau hafi tækifæri til að spjara sig í menntakerfi sem gerir þeim kleift að ná árangri í námi og tilheyra því samfélagi sem þau lifa í. Í skýrslunni kemur einnig fram að einn helsti styrkleiki íslenska menntakerfisins er traustur grunnur laga og stefnumótunar sem tekur mið af alþjóðasamningum og sáttmálum er varða réttindi nemenda. Menntakerfið einkennist einnig af lýðræðislegum stjórnarháttum sem breið samstaða er um meðal allra hópa íslensks skólasamfélags. Er kemur að umfjöllun í skýrslunni um framlög til leik-, grunn- og framhaldsskóla kemur fram að útgjöld til þessara skólastiga eru allmiklu hærri á Íslandi en sem nemur meðaltali OECD-landanna. Þá er Íslandi raðað í 3. sæti þeirra 29 landa sem athuguð voru í rannsókn UNICEF á velferð barna (2013). Þrátt fyrir að fullyrða megi að skóli án aðgreiningar á Íslandi standi á sterkum grunni þá eru mörg mikilvæg verkefni er varða innleiðingu stefnunnar stutt á veg komin eða á eftir að hrinda í framkvæmd. Skýrsla Evrópumiðstöðvarinnar dregur fram á mjög skýran hátt þau verkefni og setur fram tillögur að aðgerðum sem við þurfum að ráðast sameiginlega í á næstu árum sem samfélag, til að byggja upp enn betri menntun fyrir alla. Stofnaður hefur verið stýrihópur verkefnisins undir forystu mennta- og menningarmálaráðuneytisins með þátttöku fulltrúa allra samstarfsaðila úttektarinnar. Stýrihópurinn vinnur nú að innleiðingu samþykktra aðgerða í fyrsta hluta verkefnisins, sem nær til ársloka 2019, en þá verður lagt mat á hvernig til hefur tekist. Það er ósk mín að vel takist til við áframhaldandi uppbyggingu á menntun fyrir alla á Íslandi. Til að svo megi verða þurfa allir aðilar máls að kynna sér þær tillögur sem settar eru fram í skýrslu Evrópumiðstöðvarinnar, ræða þær hver á sínum vettvangi og vinna saman að því að koma þeim í framkvæmd, börnum okkar og ungmennum til farsældar.Höfundur er menntamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem hvert samfélag getur boðið börnum og ungmennum er tækifæri til að afla sér vandaðrar menntunar sem setur jafnræði, vandvirkni og framfarir ofar öllu. Allt frá árinu 2008 hefur menntalöggjöf á Íslandi og aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2011 kveðið á um að stuðla beri að þroska og framförum allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum og einum nám við hæfi. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Í skóla án aðgreiningar er gengið út frá því að allir fái jöfn eða jafngild tækifæri til náms og að námið sé á forsendum hvers einstaklings. Borin er virðing fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum nemenda og lögð er áhersla á að sneiða hjá allri mismunun og aðgreiningu í skólum. Í þeirri viðleitni mennta- og menningarmálaráðuneytisins að styrkja skólastarf á grundvelli okkar heildstæðu menntastefnu um skóla án aðgreiningar og efla gæðastarf á öllum skólastigum var árið 2015 leitað til Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir með það í huga að gera úttekt á framkvæmd stefnunnar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Samstarfsaðilar ráðuneytisins í þessari vegferð voru velferðarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Heimili og skóli og Skólameistarafélag Íslands. Fagna ber sérstaklega þeirri breiðu samstöðu sem myndaðist um þetta mál og skuldbindingu allra aðila til að nýta niðurstöðurnar skólastarfi til framdráttar. Evrópumiðstöðin vann að úttektinni árið 2016 í samstarfi við alla þá aðila sem hlut eiga að máli. Úttektarhópurinn var skipaður starfsmönnum miðstöðvarinnar sem höfðu sér til aðstoðar ráðgjafa með sérþekkingu á þessum sviðum. Í mars á þessu ári skilaði Evrópumiðstöðin lokaskýrslu þar sem niðurstöður úttektarinnar voru kynntar og jafnframt var gerð grein fyrir tillögum sem byggðar eru á þeim. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú látið þýða lokaskýrsluna á íslensku og er hana að finna á vefsíðu ráðuneytisins. Niðurstöður úttektarinnar eru teknar saman í sjö meginköflum og er í hverjum þeirra fjallað um eitt þeirra áherslusviða sem voru til skoðunar. Gleðilegt er að lesa í skýrslunni að flestir sem sinna menntamálum hér á landi deila þeirri skoðun að mikilvægt sé að vinna að menntun án aðgreiningar til að auka efnahagslega og félagslega velferð í landinu. Að stefna beri að því að koma til móts við þarfir allra barna og sjá til þess að þau hafi tækifæri til að spjara sig í menntakerfi sem gerir þeim kleift að ná árangri í námi og tilheyra því samfélagi sem þau lifa í. Í skýrslunni kemur einnig fram að einn helsti styrkleiki íslenska menntakerfisins er traustur grunnur laga og stefnumótunar sem tekur mið af alþjóðasamningum og sáttmálum er varða réttindi nemenda. Menntakerfið einkennist einnig af lýðræðislegum stjórnarháttum sem breið samstaða er um meðal allra hópa íslensks skólasamfélags. Er kemur að umfjöllun í skýrslunni um framlög til leik-, grunn- og framhaldsskóla kemur fram að útgjöld til þessara skólastiga eru allmiklu hærri á Íslandi en sem nemur meðaltali OECD-landanna. Þá er Íslandi raðað í 3. sæti þeirra 29 landa sem athuguð voru í rannsókn UNICEF á velferð barna (2013). Þrátt fyrir að fullyrða megi að skóli án aðgreiningar á Íslandi standi á sterkum grunni þá eru mörg mikilvæg verkefni er varða innleiðingu stefnunnar stutt á veg komin eða á eftir að hrinda í framkvæmd. Skýrsla Evrópumiðstöðvarinnar dregur fram á mjög skýran hátt þau verkefni og setur fram tillögur að aðgerðum sem við þurfum að ráðast sameiginlega í á næstu árum sem samfélag, til að byggja upp enn betri menntun fyrir alla. Stofnaður hefur verið stýrihópur verkefnisins undir forystu mennta- og menningarmálaráðuneytisins með þátttöku fulltrúa allra samstarfsaðila úttektarinnar. Stýrihópurinn vinnur nú að innleiðingu samþykktra aðgerða í fyrsta hluta verkefnisins, sem nær til ársloka 2019, en þá verður lagt mat á hvernig til hefur tekist. Það er ósk mín að vel takist til við áframhaldandi uppbyggingu á menntun fyrir alla á Íslandi. Til að svo megi verða þurfa allir aðilar máls að kynna sér þær tillögur sem settar eru fram í skýrslu Evrópumiðstöðvarinnar, ræða þær hver á sínum vettvangi og vinna saman að því að koma þeim í framkvæmd, börnum okkar og ungmennum til farsældar.Höfundur er menntamálaráðherra
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun