Áhyggjur á ævikvöldi Guðjón S. Brjánsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun