Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Mögulegri landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira