Segist hafa hafnað „hugsanlegu“ tilboði um manneskju ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ber blendnar tilfinningar til tímaritsins Time. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir. Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir.
Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25