Aðgerðaleysi … Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Ég hef lengi fylgst með þróun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH). Síðan spítalinn sameinaðist Borgarspítalanum hefur staðið til að byggja upp nýjar byggingar við Hringbraut. Byggingarsaga spítalans er að verða ein sorgarsaga og uppbygging hans gengur alltof hægt, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna. Aðgerðaleysi undanfarin ár í að byggja upp Landspítalann helst í hendur við fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar. Afleiðing aðgerðaleysis og fjársveltis hefur bitnað á þjónustu og gæðum spítalans og allri annarri framþróun í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst t.d. á uppbyggingu öldrunarþjónustu í landinu. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd sem hefur legið fyrir í áratugi að öldruðum fer fjölgandi, hafa stjórnmálamenn neitað að mæta þeirri þróun með stefnu í málaflokknum og beinum aðgerðum. Afleiðingin er sú að þjónusta við aldraða heldur ekki í við fjölgun þeirra og fer því versnandi. Ein birtingarmynd þessa er að undanfarin ár hefur öldruðum sem „liggja fastir“ inni á LSH farið fjölgandi. Það þýðir að þessir sjúklingar fá ekki viðeigandi hjúkrunarþjónustu, annaðhvort á hjúkrunarheimili og/eða í heimahjúkrun. Nú er svo komið að um 100 aldraðir „liggja fastir“ m.a. á göngum, setustofum og í vinnurými starfsfólks á LSH. Fyrir tveimur árum lágu um 60 aldraðir „fastir“ inni á LSH. Þessi staðreynd gerir það að verkum að ekki er hægt að reka spítalann á fullum afköstum, þar sem legurými eru teppt vegna úrræðaleysis varðandi hjúkrunarþjónustu við aldraða. Aðgerðaleysi og fjársvelti er m.a. vegna þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur aðeins til úthlutunar í stofnframkvæmdir 30% af því fjármagni sem sjóðurinn fær, því stjórnmálamönnum hefur tekist að láta 70% af því fé sem sjóðurinn fær renna til REKSTRAR hjúkrunarheimila! Vegna þessarar manngerðu hringavitleysu, þarf að leggja til nokkra milljarða, jafnvel tug, til að byggja upp hjúkrunarrými og styrkja heimaþjónustu við aldraða, þannig að hægt sé að fjölga rýmum á spítalanum til að keyra hann á fullum afköstum! Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi fylgst með þróun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH). Síðan spítalinn sameinaðist Borgarspítalanum hefur staðið til að byggja upp nýjar byggingar við Hringbraut. Byggingarsaga spítalans er að verða ein sorgarsaga og uppbygging hans gengur alltof hægt, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna. Aðgerðaleysi undanfarin ár í að byggja upp Landspítalann helst í hendur við fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar. Afleiðing aðgerðaleysis og fjársveltis hefur bitnað á þjónustu og gæðum spítalans og allri annarri framþróun í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst t.d. á uppbyggingu öldrunarþjónustu í landinu. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd sem hefur legið fyrir í áratugi að öldruðum fer fjölgandi, hafa stjórnmálamenn neitað að mæta þeirri þróun með stefnu í málaflokknum og beinum aðgerðum. Afleiðingin er sú að þjónusta við aldraða heldur ekki í við fjölgun þeirra og fer því versnandi. Ein birtingarmynd þessa er að undanfarin ár hefur öldruðum sem „liggja fastir“ inni á LSH farið fjölgandi. Það þýðir að þessir sjúklingar fá ekki viðeigandi hjúkrunarþjónustu, annaðhvort á hjúkrunarheimili og/eða í heimahjúkrun. Nú er svo komið að um 100 aldraðir „liggja fastir“ m.a. á göngum, setustofum og í vinnurými starfsfólks á LSH. Fyrir tveimur árum lágu um 60 aldraðir „fastir“ inni á LSH. Þessi staðreynd gerir það að verkum að ekki er hægt að reka spítalann á fullum afköstum, þar sem legurými eru teppt vegna úrræðaleysis varðandi hjúkrunarþjónustu við aldraða. Aðgerðaleysi og fjársvelti er m.a. vegna þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur aðeins til úthlutunar í stofnframkvæmdir 30% af því fjármagni sem sjóðurinn fær, því stjórnmálamönnum hefur tekist að láta 70% af því fé sem sjóðurinn fær renna til REKSTRAR hjúkrunarheimila! Vegna þessarar manngerðu hringavitleysu, þarf að leggja til nokkra milljarða, jafnvel tug, til að byggja upp hjúkrunarrými og styrkja heimaþjónustu við aldraða, þannig að hægt sé að fjölga rýmum á spítalanum til að keyra hann á fullum afköstum! Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun