Eiturefnahernaður í Arnarfirði Ingólfur Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. Engu að síður kýs Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, að bera saman áhrif þessara tveggja tegunda á náttúru landsins, í kveðju sem hann sendir mér síðastliðinn föstudag. Rétt eins og hjá sauðkindinni, þegar hún er á stanslausri hreyfingu, dreifist saur villtra fiska um stórt svæði. Allt önnur staða er þegar þúsundir tonna af eldisfiski eru á sama blettinum í þröngum fjörðum mánuðum og jafnvel árum saman. Þar verða afleiðingarnar þær að á botninum fyrir neðan sjókvíarnar myndast fjall af úrgangi. Þegar skepnur eru hafðar margar saman lengi á húsi moka allir bændur með sjálfsvirðingu skítinn úr gripahúsunum. Og lög um meðferð úrgangs frá gripahúsum eru afar ströng. Harðbannað er að losa það skólp í sjó. Eldismenn þrífa hins vegar ekki í kringum sig. Í Patreksfirði er staðan til dæmis sú að hvorki fæst vottun um að fiskeldið, sem Arnarlax stundar þar, sé sjálfbært né ábyrgt. Ástæðan er mengunin frá eldinu. Skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eytt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman. Í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða um ástandið í Patreksfirði segir: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að Arnarlax sé þar með orðið brotlegt við starfsleyfi sitt, en í því segir meðal annars: „Fiskeldi má ekki valda fækkun tegunda í lífríki.“ Skítur og rotnandi fóðurafgangar eru ekki eini vandi laxeldis í opnum sjókvíum. Þar er líka stundaður eiturefnahernaður. Þannig hellti Arnarlax síðastliðið vor eiturefnum í sjóinn í Arnarfirði þegar fyrirtækið var að berjast við lúsafár í laxeldiskvíum sinum. Eðli málsins samkvæmt er losun eiturefna í opnar sjókvíar ávísun á umhverfismengun langt út fyrir kvíarnar. Í Noregi er staðan sú að rækjustofninn hefur hrunið þar sem lúsaeitur hefur verið notað. Það væri mun gagnlegra fyrir þann iðnað sem Kristján Þ. Davíðsson talar fyrir að beina kröftum sínum að þessum grafalvarlegu umhverfisáhrifum fremur en að blanda íslensku sauðkindinni að ósekju inn í umræðuna. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. Engu að síður kýs Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, að bera saman áhrif þessara tveggja tegunda á náttúru landsins, í kveðju sem hann sendir mér síðastliðinn föstudag. Rétt eins og hjá sauðkindinni, þegar hún er á stanslausri hreyfingu, dreifist saur villtra fiska um stórt svæði. Allt önnur staða er þegar þúsundir tonna af eldisfiski eru á sama blettinum í þröngum fjörðum mánuðum og jafnvel árum saman. Þar verða afleiðingarnar þær að á botninum fyrir neðan sjókvíarnar myndast fjall af úrgangi. Þegar skepnur eru hafðar margar saman lengi á húsi moka allir bændur með sjálfsvirðingu skítinn úr gripahúsunum. Og lög um meðferð úrgangs frá gripahúsum eru afar ströng. Harðbannað er að losa það skólp í sjó. Eldismenn þrífa hins vegar ekki í kringum sig. Í Patreksfirði er staðan til dæmis sú að hvorki fæst vottun um að fiskeldið, sem Arnarlax stundar þar, sé sjálfbært né ábyrgt. Ástæðan er mengunin frá eldinu. Skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eytt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman. Í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða um ástandið í Patreksfirði segir: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að Arnarlax sé þar með orðið brotlegt við starfsleyfi sitt, en í því segir meðal annars: „Fiskeldi má ekki valda fækkun tegunda í lífríki.“ Skítur og rotnandi fóðurafgangar eru ekki eini vandi laxeldis í opnum sjókvíum. Þar er líka stundaður eiturefnahernaður. Þannig hellti Arnarlax síðastliðið vor eiturefnum í sjóinn í Arnarfirði þegar fyrirtækið var að berjast við lúsafár í laxeldiskvíum sinum. Eðli málsins samkvæmt er losun eiturefna í opnar sjókvíar ávísun á umhverfismengun langt út fyrir kvíarnar. Í Noregi er staðan sú að rækjustofninn hefur hrunið þar sem lúsaeitur hefur verið notað. Það væri mun gagnlegra fyrir þann iðnað sem Kristján Þ. Davíðsson talar fyrir að beina kröftum sínum að þessum grafalvarlegu umhverfisáhrifum fremur en að blanda íslensku sauðkindinni að ósekju inn í umræðuna. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar