Seinfærir foreldrar – viðeigandi aðstoð samkvæmt Samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks María Hreiðarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun