Hræsnin um launin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun