Opið bréf til Ríkisútvarpsins – fréttaskýringaþáttarins Kveiks Arnar Sverrisson skrifar 21. desember 2017 07:00 Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar