Opið bréf til Ríkisútvarpsins – fréttaskýringaþáttarins Kveiks Arnar Sverrisson skrifar 21. desember 2017 07:00 Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun