Fótbolti

Messi gæti farið frítt frá Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi hefur skorað eins og óður maður á Spáni í vetur.
Lionel Messi hefur skorað eins og óður maður á Spáni í vetur. vísir/getty
Argentínumaðurinn Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona nái Katalónía sjálfstæði sínu.

Katalóníuhérað vill fá sjálfstæði frá Spáni og barðist fyrir því án árangurs á síðasta ári. Fari svo að eitthvað gerist í þeim málum gæti það haft miklar afleyðingar á fótboltalandslagið.

Barcelona yrði líklegast hent út úr La Liga deildinni og við það gæti fimmfaldur Ballon'dor sigurvegarinn farið frítt frá félaginu.

Hann er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann geti yfirgefið félagið sé það ekki að keppa í einum af fimm stærstu deildum Evrópu.

Barcelona er með níu stiga forystu á toppi La Liga eins og er.


Tengdar fréttir

Vill bara skynsamlegar viðræður við Katalóna

Forsætisráðherra Spánar hafnar boði fyrrverandi leiðtoga Katalóna. Aðskilnaðar­sinnar fá meirihluta á héraðsþingi. Spænskir og katalónskir fjölmiðlar ósammála. El Periódico segir þjóðina klofna en El Nacional segir Rajoy niðurlægðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×