Yfir hverju er þetta fólk andvaka? Ögmundur Jónasson skrifar 2. janúar 2018 07:00 Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu. Þetta er nú gagnrýnt hástöfum. En hvað vakir fyrir gagnrýnendum? Á forsvarsmönnum atvinnurekenda og launafólks, sem stundum eru nefndir „aðilar vinnumarkaðar“, er svo að skilja að þetta snúist um prósentur. Prósentuhækkanirnar séu meiri en þeir vilji leyfa. Þetta hafi með öðrum orðum ekkert með launajöfnuð að gera, enda sumir skjólstæðingar kjararáðs varla hálfdrættingar þeirra sjálfra. En er þjóðin tilbúin að hugsa bara í prósentum? Hlýtur réttmæti launa og þá einnig launahækkana ekki að skoðast með hliðsjón af öðrum launum í landinu og hlutfallinu þar á milli? Í Fréttablaðinu, 23. desember, segir í skýringartexta fréttar um framangreindar launahækkanir: „Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja.“Hin sárreiðu Sá pirringur er síðan staðfestur í ályktun Viðskiptaráðs um framangreindar hækkanir sem jafnframt er vísað til í fréttinni. En hverjir eru svona sárreiðir? Í stjórn Viðskiptaráðs eru 37 einstaklingar auk formanns, Katrínar Olgu Jóhannesdóttur. Þeir eru: Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðinni, Ari Edwald, MS, Ari Fenger, Nathan & Olsen, Ágúst Hafberg, Norðuráli, Árni Geir Pálsson, Icelandic Group, Birgir Sigurðsson, Kletti, Birkir Hólm Guðnason, Icelandair, Birna Einarsdóttir, Íslandsbanka, Eggert Benedikt Guðmundsson, Etacticu, Eggert Þ. Kristófersson, N1, Finnur Oddsson, Nýherja, Gísli Hjálmtýsson, Thule Investments, Guðmundur J. Jónsson, Verði, Gylfi Sigfússon, Eimskipafélaginu, Helga Hlín Hákonardóttir, Strategíu, Helga Melkorka Óttarsdóttir, LOGOS, Hermann Björnsson, Sjóvá, Hrund Rudolfsdóttir, Veritas Capital, Hörður Arnarsson, Landsvirkjun, Jakob Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Lýsi, Kristín Pétursdóttir, Mentor, Linda Jónsdóttir, Marel, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, Flugleiðahótelum, Magnús Bjarnason, Kviku, Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa Fjarðaáli, Sigrún Ragna, Ólafsdóttir, Creditinfo, Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðinni, Sigurhjörtur Sigfússon, Mannviti, Stefán Pétursson, Arion banka, Stefán Sigurðsson, Vodafone, Steinþór Pálsson, Svanbjörn Thoroddsen, KPMG, Sveinn Sölvason, Össuri, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Viðar Þorkelsson, Valitor, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, HB Granda.Reiðiköstin verði útskýrð Svo er að skilja að að minnsta kosti þetta fólk sem hér er upp talið, sé miður sín og reitt yfir hækkuninni til þess hóps sem biskupinn er nú gerður að skotspæni fyrir. Er til of mikils ætlast að þessir einstaklingar komi nú fram undir nafni og geri grein fyrir reiðiköstum sínum, hvort það er hækkunin sem hvekki þau eða hvort það er launaupphæðin sem haldi fyrir þeim vöku? Þá væri fróðlegt að Fréttablaðið gerði grein fyrir augljósum eineltistilburðum sínum gagnvart biskupi Íslands. Nú skal það tekið fram að ekkert er við það að athuga að kjararáð og ákvarðanir þess sæti gagnrýni. Sú umræða er meira að segja bráðnauðsynleg þótt hún ætti að mínu mati að vera í öðrum farvegi.Einelti í Fréttablaðinu En þegar fréttaflutningurinn er farinn að ná út yfir allan þjófabálk, þá vakna spurningar. Þannig sagði Fréttablaðið frá því í sérstakri frétt að Ríkisútvarpinu hefði ekki borist ósk frá biskupi um að fá að taka upp á nýjan leik jólapredikun sem hljóðrituð var fyrir hækkun. Fréttablaðið hafði gengið sérstaklega eftir því að kalla fram upplýsingar um þetta. Svo komu aðrar fréttir, þar á meðal hvað biskup borgaði fyrir að búa í biskupsbústaðnum og að leigan væri óeðlilega lág og svo hvort ekki mætti líta svo á að Agnes M. Sigurðardóttur, biskup hafi fengið harðan pakka í ár! Einelti? Í ljósi þess samhengis sem hér er að teiknast upp er það svo samkvæmt mínum skilningi.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu. Þetta er nú gagnrýnt hástöfum. En hvað vakir fyrir gagnrýnendum? Á forsvarsmönnum atvinnurekenda og launafólks, sem stundum eru nefndir „aðilar vinnumarkaðar“, er svo að skilja að þetta snúist um prósentur. Prósentuhækkanirnar séu meiri en þeir vilji leyfa. Þetta hafi með öðrum orðum ekkert með launajöfnuð að gera, enda sumir skjólstæðingar kjararáðs varla hálfdrættingar þeirra sjálfra. En er þjóðin tilbúin að hugsa bara í prósentum? Hlýtur réttmæti launa og þá einnig launahækkana ekki að skoðast með hliðsjón af öðrum launum í landinu og hlutfallinu þar á milli? Í Fréttablaðinu, 23. desember, segir í skýringartexta fréttar um framangreindar launahækkanir: „Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja.“Hin sárreiðu Sá pirringur er síðan staðfestur í ályktun Viðskiptaráðs um framangreindar hækkanir sem jafnframt er vísað til í fréttinni. En hverjir eru svona sárreiðir? Í stjórn Viðskiptaráðs eru 37 einstaklingar auk formanns, Katrínar Olgu Jóhannesdóttur. Þeir eru: Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðinni, Ari Edwald, MS, Ari Fenger, Nathan & Olsen, Ágúst Hafberg, Norðuráli, Árni Geir Pálsson, Icelandic Group, Birgir Sigurðsson, Kletti, Birkir Hólm Guðnason, Icelandair, Birna Einarsdóttir, Íslandsbanka, Eggert Benedikt Guðmundsson, Etacticu, Eggert Þ. Kristófersson, N1, Finnur Oddsson, Nýherja, Gísli Hjálmtýsson, Thule Investments, Guðmundur J. Jónsson, Verði, Gylfi Sigfússon, Eimskipafélaginu, Helga Hlín Hákonardóttir, Strategíu, Helga Melkorka Óttarsdóttir, LOGOS, Hermann Björnsson, Sjóvá, Hrund Rudolfsdóttir, Veritas Capital, Hörður Arnarsson, Landsvirkjun, Jakob Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Lýsi, Kristín Pétursdóttir, Mentor, Linda Jónsdóttir, Marel, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, Flugleiðahótelum, Magnús Bjarnason, Kviku, Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa Fjarðaáli, Sigrún Ragna, Ólafsdóttir, Creditinfo, Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðinni, Sigurhjörtur Sigfússon, Mannviti, Stefán Pétursson, Arion banka, Stefán Sigurðsson, Vodafone, Steinþór Pálsson, Svanbjörn Thoroddsen, KPMG, Sveinn Sölvason, Össuri, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Viðar Þorkelsson, Valitor, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, HB Granda.Reiðiköstin verði útskýrð Svo er að skilja að að minnsta kosti þetta fólk sem hér er upp talið, sé miður sín og reitt yfir hækkuninni til þess hóps sem biskupinn er nú gerður að skotspæni fyrir. Er til of mikils ætlast að þessir einstaklingar komi nú fram undir nafni og geri grein fyrir reiðiköstum sínum, hvort það er hækkunin sem hvekki þau eða hvort það er launaupphæðin sem haldi fyrir þeim vöku? Þá væri fróðlegt að Fréttablaðið gerði grein fyrir augljósum eineltistilburðum sínum gagnvart biskupi Íslands. Nú skal það tekið fram að ekkert er við það að athuga að kjararáð og ákvarðanir þess sæti gagnrýni. Sú umræða er meira að segja bráðnauðsynleg þótt hún ætti að mínu mati að vera í öðrum farvegi.Einelti í Fréttablaðinu En þegar fréttaflutningurinn er farinn að ná út yfir allan þjófabálk, þá vakna spurningar. Þannig sagði Fréttablaðið frá því í sérstakri frétt að Ríkisútvarpinu hefði ekki borist ósk frá biskupi um að fá að taka upp á nýjan leik jólapredikun sem hljóðrituð var fyrir hækkun. Fréttablaðið hafði gengið sérstaklega eftir því að kalla fram upplýsingar um þetta. Svo komu aðrar fréttir, þar á meðal hvað biskup borgaði fyrir að búa í biskupsbústaðnum og að leigan væri óeðlilega lág og svo hvort ekki mætti líta svo á að Agnes M. Sigurðardóttur, biskup hafi fengið harðan pakka í ár! Einelti? Í ljósi þess samhengis sem hér er að teiknast upp er það svo samkvæmt mínum skilningi.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun