Vinstri svik Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. janúar 2018 07:00 Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun