
Skrifin sem stjórn Rithöfundasambandsins kveinkaði sér undan
Að gefnu tilefni … vil ég beina fáeinum spurningum til félaga minna í Rithöfundasambandinu um þessa lokuðu facebook síðu, sem þeir hafa flestir aðgang að: Hvers vegna er síðan svona ferlega leiðinleg, svona litlaus og dauð? Hvers vegna nota höfundar Íslands ekki þessa síðu til að skiptast á skoðunum um það sem brennur á í íslensku bókmenntalífi? Ég vil minna á að orð eru til alls fyrst. Það er ekki svo að allt sé með svo miklum ágætum í bókmenntaheimi Íslands að ekkert sé til að ræða. Nei, við höfundar, sem eigum að hafa stöðu útvarða í íslensku menningarlífi og vera um leið virkir þjóðfélagsgagnrýnendur, skortir ekki verkefnin, svo mörgu er ábótavant í þjóðlífi voru og menningu. Hvar eru allir þessir beittu pennar Ísland? Hvar er samtakamátturinn í íslenskum skáldaheimi? Hvar er baráttuandinn?
Ég vil beina orðum mínum til stjórnar RSÍ og formanns; að í samráði við Bandalag íslenskra listamann verði þegar hafin vinna við að móta tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytis, um að starfslaun listamanna verði tekin til endurskoðunar, frá grunni. Það launakerfi sem nú er við lýði svarar engan veginn kröfum tímans. Hvað að RSÍ snýr, þá hefur launakerfið mjög slælega fylgt örum vexti hóps rithöfunda, þannig að áberandi er það mikla gap á milli yngri og eldri rithöfunda, á kostnað hinna yngri, en raðir þeirra þynnast með ári hverju sem fá úthlutað úr sjóðnum. Þá er þörf á að leggja til grundvallar hver sér hinn eiginlegi tilgangur hins opinbera með launasjóðnum, hvort sjóðurinn eigi að vera það sem hann er í dag; „verðlaun“ til miðaldra höfunda í góðum álnum, eða hvort sjóðnum skal ætlað það hlutverk að byggja undir þá höfunda sem eru að hleypa heimdragann á rithöfundarferlinum, og vera um leið útvörður íslenskrar tungu og bókmenntamenningar.
Það sem er brýnast, er að mótuð verði pólitísk stefna um hvað hlutverki skáldskapurinn eigi að gegna, í dag, jafnt sem til framtíðar, fyrir land og þjóð. Slík stefna hefur aldrei verið formuð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ríkisstjórn hvers tíma hlýtur að vera ábyrg fyrir menningarlegri velferð þjóðarinnar, eins og til dæmis bókmenntanna – og þá um leið íslenskri tungu. Ef mótuð yrði skýr stefna hvað bókmenntunum sé ætlað, á sem heilbrigðastan hátt, að vera þjóðinni, yrði það engum vafa undirorpið hvernig standa ætti að launasjóði rithöfunda. Launasjóður rithöfunda á búa yfir styrku sjálfstæði gagnvart umsækjendum, ekki að standa í persónulegri þjónkun við einstaka höfunda – launasjóðurinn á fyrst og síðast að vera lífæð tungu og menningar.
Ég hef sótt um ritlaun síðan 2003 en síendurtekið fengið synjun. Og þá veltir maður fyrir hvað leggur þessi skipaða nefnd til grundvallar við úthlutun? Ég skrifa fagurbókmenntir og tilheyri þeim flokki höfunda sem er óðum að tína tölunni á Íslandi, svo maður skyldi ætla úthlutunarnefndin hefði skyldur um að reyna að halda lífi í höfundum á borð við mig. Nú þýðir ekkert að malda í móinn og segja að ég sé ekki nóg gott skáld til að eiga rétt á ritlaunum – ég er mjög gott ljóðskáld. Það er svo komið að ég er farinn að upplifa þessa stöðugu synjun sem ofbeldi, að markvisst sé verið að níðast á mér. Getur einhver sett sig í mín spor? Skáld sem hefur gefið þjóðinni ófáar ljóðaperlur, án þess að fá minnstu þakkir.
Bjarni Bernharður Bjarnason, rithöfundur.
Tengdar fréttir

Mælirinn er fullur - og vel það
Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun!

Rithöfundalyddurnar og ráðherrann
Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga.

Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands!
Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar