Leikskólamál eru réttlætismál Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2018 13:51 Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun