Heilsuhraustir eldri borgarar í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 25. janúar 2018 07:00 Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar