
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007
Týnd eða ónýt
Anna Katrín Snorradóttir hefur lagt fram kæru á hendur Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Til þess fékk hún kjark þegar uppreist æru barnaníðinga komst í hámæli síðasta sumar. Hún hyggur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Í baráttu sinni hefur hún oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt.
#höfumhátt
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum hér á landi að brotaþolar Roberts Downey börðust á síðasta ári við dómsmálaráðuneytið um að fá birt gögn um nefndan barnaníðing eða þar til Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var gerð afturreka með þá ákvörðun sína að slíkar upplýsingar skyldu fara leynt. Þegar steinum var velt kom í ljós annar níðingur sem hafði verið studdur til uppreistar æru af föður flokksformanns dómsmálaráðherra. Varð leyndin í kringum það mál ríkisstjórninni að falli og boðað var til kosninga. Að þeim loknum fékkst sú áhugaverða túlkun á lýðræðinu að téðri Sigríði skyldi aftur lyft upp í ráðherrastól sinn.
„Einhvers misskilnings gætt“
Á áðurnefndum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var dómsmálaráðherra fyrst gesta til svara. Um mál Önnu Katrínar hafði hún þetta að segja: „Í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“ – Svo mörg voru þau orð. – Anna Katrín hefur enn ekki fengið formlega leiðréttingu á þessum misskilningi en þegar það gerist mun hún líklega eiga von á afsökunarbeiðni frá viðkomandi embættum fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum. Hún eins og annað venjulegt fólk tekur það trúanlegt sem opinberir aðilar segja. Ætti hún að gera það? Eða er engu að treysta? Ber almennum borgurum alltaf að tortryggja hið opinbera?
Bókin
Sönnunargagn G-06 í sakamáli 539/2007 er sem sagt ekki týnt eða ónýtt. Það sama má segja um afrit af tölvupóstum og smáskilaboðum úr símum og tölvum Roberts Downey frá þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Ofangreint sönnunargagn er minnisbók sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna þar sem aldur virðist settur aftan við símanúmer og netfang í sviga.
Komið hefur fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið athugað af yfirvöldum hvaða konur eru á bak við nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að brotið hafi verið á og dæmt hefur verið fyrir. Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella í sönnunargagni G-06 og eftir standa 330 nöfn órannsökuð.
„Garg og atgangur yfir litlu?“
Þótt að mestu leyti hafi verið ánægja hjá brotaþolum með rannsókn þeirra mála sem sakfellt var fyrir á sínum tíma þá standa yfirvöld í dag frammi fyrir breyttu landslagi. Það staðfesta orð Huldu Elsu Björgvinsdóttur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á áðurnefndum fundi:
„Ef svona bók kæmi til okkar í dag myndum við rannsaka þetta í þaula. Að sjálfssögðu. Við myndum fara mjög vel yfir þetta í dag. Ég get fullyrt það.“
Anna Katrín hlýtur að fagna þessari fullyrðingu þar sem kæra hennar liggur einmitt fyrir í dag. Hún hefur ekki ástæðu til að tortryggja lögregluna þótt reynslan sýni að hún geti ekki reitt sig á dómsmálaráðherrann eða samflokksmenn hennar enda virðist dagskipunin þar vera að tala niður baráttu brotaþola Roberts Downey sem sást skýrt þegar Páll Magnússon kallaði á dögunum fall ríkisstjórnarinnar „garg og atgang út af litlu“ um leið og hann krafði fólk um að vanda orð sín.
Á blaði númer 32 í bókinni stendur ritað nafn stúlku, símanúmer hennar og að því er virðist „1a/16[…]“. Ef lögreglan telur að þessar tölur eigi við um aldur stúlkunnar má upplýsa hér að hún var 14 ára og var Robert Downey dæmdur fyrir níð gagnvart henni. Þetta bendir til þess að aldurstölurnar í bókinni séu ekki endilega réttar og fyrst kynferðisbrot gagnvart börnum fyrnast ekki þá hlýtur yfirvöldum að bera skylda til að rannsaka bókina í þaula.
Mikilvægt að hlusta
Fundur allsherjar- og menntamálanefndar þann 17. janúar snerist aðallega um Rólex-úr eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries sem mun hafa horfið úr vörslu lögreglu. Auðvitað er slíkt alvarlegt og ber að rannsaka. Jafnvel þótt kalla þurfi til alla þá gesti sem voru í kampavínsklúbbnum umrætt kvöld. En sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 verður augljóslega enn fremur að rannsaka í þaula og um leið mál Önnu Katrínar Snorradóttur. Megi rödd hennar heyrast. Því eins og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði réttilega í sjónvarpsfréttum í sambandi við #metoo-byltinguna: „Það er afar mikilvægt að hlusta.“ Síðan þurfum við að velta við hverjum steini og sérstaklega þeim steinum sem lagðir hafa verið í götu þolenda kynferðisbrota.
Skoðun

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar