Samhjálp í 45 ár – þakkir til samfélagsins Vörður Leví Traustason skrifar 31. janúar 2018 07:00 Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar