Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Vísir/GVA Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30