Ekkert er nýtt undir sólinni Auður Guðjónsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar