Öll eggin Magnús Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun