Öll eggin Magnús Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun