Aukið framboð grænmetisfæðis í skólum og stofnunum Reykjavíkurborgar Valgerður Árnadóttir skrifar 18. febrúar 2018 11:46 Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun