Aðlögun Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar