Erfðauppeldi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun