Falleinkunn Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar