Vinstrið og verkalýðsbaráttan Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 24. febrúar 2018 14:24 Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun