Leyfið foreldrunum – Opið bréf til Alþingis Íslendinga Kári Stefánsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun