Loforðið um 300 þúsund króna lífeyri aldraðra svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun