Minister Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2018 07:00 „Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar