Nú er lag Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun