
Ekki vera nema þú sért
Skrefinu lengra gekk spænskur embættismaður sem mætti ekki til vinnu í sex ár, og hugsanlega mun lengur. Þetta komst ekki upp fyrr en hann skrópaði í verðlaunaafhendingu þar sem til stóð að heiðra hann fyrir farsælan starfsferil innan spænsku vatnsveitunnar.
Gagnslaus vinna
Nú gæti mörgum þótt sem þessir tveir ágætu herramenn hafi farið fremur illa að ráði sínu og haft bæði yfirmenn sína og skattgreiðendur að fífli. Og það má vissulega til sanns vegar færa að þeir hafi í raun stolið laununum sínum frekar en að vinna fyrir þeim. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að hið fullkomna aðgerðarleysi embættismannanna virðist engin raunveruleg áhrif hafa haft. Og þar sem það skipti greinilega ekki máli hvort þeir ynnu vinnuna sína þá má jafnvel álykta sem svo að það hefði hreinlega verið verra ef þeir hefðu reynt að gera eitthvað í vinnunni, því þá hefðu þeir hugsanlega stofnað til alls konar útgjalda og jafnvel þurft að ráða sér aðstoðarfólk til þess að sinna verkefnum sem bersýnilega voru svo óþörf að enginn tók eftir því að þeim var ekki sinnt árum saman.
Þótt dæmið af embættismönnunum sé öfgakennt þá lýsir það raunveruleika sem margir búa að einhverju leyti við. Í könnunum á starfsánægju í Bandaríkjunum hefur Gallup komist að því að næstum því 90% starfsmanna í fyrirtækjum eru ýmist áhugalaus um vinnuna sína, eða hafa beinlínis óbeit á henni. Mjög hátt hlutfall starfsmanna segist gjarnan vera annars hugar í vinnunni og í raun hafa sáralítinn metnað fyrir öðru heldur en að fá launin sín borguð á réttum tíma.
Stjórnunarfræðingar og sálfræðingar eru um þessar mundir mjög uppteknir af því að finna ýmiss konar lausnir á þessu ástandi. Burtséð frá framleiðnitapi og þess háttar mælanlegum hagrænum skaða—þá hlýtur það að teljast býsna sorglegt ef stærstur hluti fólks ver stærstum hluta tíma síns í iðju sem það finnur ekki gleði, metnað eða tilgang í.
Allir þekkja það hversu miklu munar að vera vel upplagður eða illa í vinnunni og þess vegna er það áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda í fyrirtækjum nú til dags að sjá til þess að umhverfi starfsmanna stuðli að því að þeir séu sem sjaldnast sunnan við sjálfa sig, en geti notið þess að einbeita sér að verðugum verkefnum.
Lausnin í vefdeildinni
Einn stjórnandi sem ég hef kynnst virðist hafa uppgötvað allt þetta löngu áður en umræðan komst í tísku. Yfirmaður netdeildar í íslensku stórfyrirtæki fyrir rúmum áratug var þekktur fyrir að setja starfsliði sínu hinar ýmsu reglur sem mörgum þóttu býsna furðulegar, og jafnvel freklegar, á sínum tíma.
Stjórnandinn lagði blátt bann við sælgætisáti og gosdrykkjaþambi á vinnutíma, persónuleg símtöl mátti enginn taka við skrifborðið sitt og gæta þurfti sérstaklega að því að stilla hringitóna þannig að þeir trufluðu ekki aðra starfsmenn. Neðst á löngum lista yfir lífsreglur netdeildarinnar var að finna mikilvægustu regluna af þeim öllum: „Ekki vera nema þú sért.“
Í þessari reglu fólst það að ef starfsmenn treystu sér ekki til þess að einbeita sér fullkomlega að vinnunni, þá væri betra að þeir létu sig vanta þann daginn. Þessari reglu, eins og öllum hinum, var framfylgt án málamiðlana.
Á staðnum eða mættur
Störf sem byggjast að einhverju leyti á sköpun og þekkingu passa að mörgu leyti illa í þann ramma sem 40 stunda vinnuvikan markar, enda er sú takmörkun á vinnutíma til komin til þess að vernda fólk sem stundar líkamlegt erfiði.
Þegar litið er til þeirrar tegundar vinnu sem vaxandi hluti fólk stundar þá er vinnutíminn sjálfur býsna afstæður. Ef afrakstur vinnunnar skiptir í raun og veru einhverju máli þá er líklega miklu mikilvægara að starfsmenn séu á staðnum heldur en að þeir séu bara mættir. Með öðrum orðum—að þeir séu þegar þeir eru.
Skoðun

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar