ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2018 11:58 Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna skilaði þeirri niðurstöðu að innflutningur á stáli og áli ógnaði þjóðaröryggi. Trump tilkynnti í kjölfarið að hann hygðist leggja háa tolla á innflutning. Vísir/AFP Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við verndartollum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á innflutt stál og ál. Á Twitter segir Trump að viðskiptastríð séu af hinu góða. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump um að tilkynna um 25% verndartolla á innflutt stál og 10% á ál í gær. Hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta hússins og forsetinn hafi tilkynnt um fyrirætlanir sínar þrátt fyrir að enn sé ekki búið að leggja lagalegan grunn að tollunum. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist harma ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem hann kallar inngrip til að vernda bandarískan iðnað fyrir samkeppni. Ákvörðunin hafi ekkert með þjóðaröryggi Bandaríkjanna að gera en það var grundvöllur álits viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna um innflutning málmanna. „Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti á meðan iðnaðurinn okkar verður fyrir ósanngjörnum aðgerðum sem setur þúsundir evrópskra starfa í hættu. ESB mun bregðast við af festu og á samsvarandi hátt til að verja hagsmuni okkar,“ segir Juncker, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.Washington Post segir að búist sé við því að Kínverjar og Brasilíumenn muni einnig kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna tollanna.Gefur í skyn að Bandaríkin tapi á viðskiptum við nær öll viðskiptaríki sín Trump tísti í morgun um gagnrýni á verndartollana. Þeim hefur verið lýst sem upphafinu að viðskiptastríði. Sagði hann að þegar ríki töpuðu mörgum milljörðum dollara í viðskiptum við „næstum því öll lönd sem það á í viðskiptum við“ þá séu viðskiptastríð góð og auðvelt sé að hafa sigur í þeim. „Dæmi, þegar það hallar á okkur um 100 milljarða dollara við ákveðið land og þeir reyna að vera sniðugir, hættum viðskiptum – við vinnum stórt. Þetta er auðvelt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar ekki á sama máli. Hann er sagður hafa barist hatrammlega gegn verndartollunum og hótað að hætta ef af þeim yrði. Þá eru Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, varnarmálaráðherra, og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagðir hafa varað eindregið við tollunum vegna skaðlegra áhrif þeirra á samband Bandaríkjanna við nánar bandalagsþjóðir.Twitter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við verndartollum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á innflutt stál og ál. Á Twitter segir Trump að viðskiptastríð séu af hinu góða. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump um að tilkynna um 25% verndartolla á innflutt stál og 10% á ál í gær. Hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta hússins og forsetinn hafi tilkynnt um fyrirætlanir sínar þrátt fyrir að enn sé ekki búið að leggja lagalegan grunn að tollunum. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist harma ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem hann kallar inngrip til að vernda bandarískan iðnað fyrir samkeppni. Ákvörðunin hafi ekkert með þjóðaröryggi Bandaríkjanna að gera en það var grundvöllur álits viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna um innflutning málmanna. „Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti á meðan iðnaðurinn okkar verður fyrir ósanngjörnum aðgerðum sem setur þúsundir evrópskra starfa í hættu. ESB mun bregðast við af festu og á samsvarandi hátt til að verja hagsmuni okkar,“ segir Juncker, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.Washington Post segir að búist sé við því að Kínverjar og Brasilíumenn muni einnig kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna tollanna.Gefur í skyn að Bandaríkin tapi á viðskiptum við nær öll viðskiptaríki sín Trump tísti í morgun um gagnrýni á verndartollana. Þeim hefur verið lýst sem upphafinu að viðskiptastríði. Sagði hann að þegar ríki töpuðu mörgum milljörðum dollara í viðskiptum við „næstum því öll lönd sem það á í viðskiptum við“ þá séu viðskiptastríð góð og auðvelt sé að hafa sigur í þeim. „Dæmi, þegar það hallar á okkur um 100 milljarða dollara við ákveðið land og þeir reyna að vera sniðugir, hættum viðskiptum – við vinnum stórt. Þetta er auðvelt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar ekki á sama máli. Hann er sagður hafa barist hatrammlega gegn verndartollunum og hótað að hætta ef af þeim yrði. Þá eru Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, varnarmálaráðherra, og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagðir hafa varað eindregið við tollunum vegna skaðlegra áhrif þeirra á samband Bandaríkjanna við nánar bandalagsþjóðir.Twitter
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent