Hálfkák Íslands gagnvart Evrópuráðinu Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 2. mars 2018 07:00 Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun