Of mikil áhætta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun