Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 23. mars 2018 07:00 Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar